Félagið Stakksberg, sem er í eigu Arion banka og stofnað hefur verið utan um kísilverksmiðjuna í Helguvík, kynnir drög að tillögu að matsáætlun fyrir endurbætur á kísilverksmiðjunni, samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.

Drög tillögu að matsáætlun vegna kísilverksmiðju í Helguvík má nálgast hér.

Athugasemdir við drög tillögu að matsáætlun má senda á umhverfismal@verkis.is, eða í pósti til Verkís hf.,
b.t. Þórhildar Guðmundsdóttur
Ofanleiti 2 103 Reykjavík
Athugasemdum skal skila eigi síðar en 10. júlí 2018.

Eldri skýrslur um framkvæmdina:

Purenviro 2018. TVOC emission dispersion modelling. 15. janúar 2018 (REP-P312-B-1).
Niðurstöður loftdreifilíkans fyrir rokgjörn lífræn efnasambönd (VOC) sem talin eru geta valdið almenningi ónæði.

Norbert Schmidbauer og Espen Mariussen (2017). VOC measurement in vicinity of silicon smelter. Passive air sampling around United Silicon, Iceland. NILU report 35/2017. 26 s.
Niðurstöður mælinga norsku loftrannsóknastofnunarinnar (NILU) á rokgjörnum lífrænum efnasamböndum (VOC) frá starfsemi kísilverksmiðjunnar.

Stakksbraut 9 (2013). Mat á umhverfisáhrifum við framleiðslu kísils í Helguvík. Matsskýrsla 9. apríl 2013.
Mat Stakksbrautar 9 á umhverfisáhrifum 100.000 tonna framleiðslu kísilverksmiðju í Helguvík árið 2013.