Framleiðsluferli

Kísill er næst algengasta frumefni jarðskorpunnar, en hann finnst hins vegar ekki í hreinu formi í náttúrunni. Kísil má meðal annars finna í kvarsi (SiO2), sem er samsett úr kísli og súrefni, og er kísill um það bil helmingur af þyngd þess.

01

Kísill aðgreindur við mjög háan hita

Til að vinna kísil þarf að aðgreina hann frá súrefninu í kvarsinu. Það er gert með afoxun í ljósbogaofni með þremur rafskautum. Ofninn er mataður kvarsi annars vegar og kolefni hins vegar. Í ofninum losnar súrefnið frá kíslinum við um 1.900°C hita og hvarfast við kolefni sem sett er inn á ofninn. Úr því verður annars vegar 99% hreinn kísill (Si), og hins vegar koltvísýringur (CO2). Ofninum má líkja við sívalan tank með múrsteinafóðringu sem ofan í ganga þrjú rafskaut.

02

Kísillinn er steyptur út, malaður og pakkað

Fljótandi kísli, 1.500°C heitum, er tappað út um töppunargat, niður um rennu og ofan í deiglu, sem líkja má við gríðarstóran bolla. Hver deigla, sem tekur um 5-7 tonn af fljótandi kísli, er síðan dregin að svokölluðum deiglustól sem notaður er til að hella málminum í sérstök mót þar sem kísilinn storknar.  Þegar kísillinn er storknaður er hann malaður, pakkað í gáma og fluttur til kaupenda.

03

Til að framleiða kísil þarf kvars og kolefni

Kvars má finna víðsvegar um heiminn, en þó ekki á Íslandi, og er það unnið úr yfirborðsnámum. Kvarsið sem verksmiðja Stakksbergs notar kemur til dæmis frá Spáni, Frakklandi eða Egyptalandi.  Kolefnið sem notað er í framleiðsluferlinu kemur úr kolum, viðarkolum og viðarflís. Þess ber að geta að kolefnið er ekki notað sem orkugjafi í þessu tilfelli heldur er það nauðsynlegt til að aðskilja súrefni frá kvarsi og búa þannig til kísil.

04

Kísill Stakksbergs er umhverfisvænni

Losun koltvísýrings við kísilframleiðslu Stakksbergs er minni en hjá stærstum hluta kísilframleiðenda í heiminum. Ástæðan er annars vegar að öll raforka sem fyrirtækið notar við sína framleiðslu kemur frá hreinum íslenskum orkugjöfum sem ekki valda losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Hins vegar kemur kolefnið sem notað er í framleiðsluferlinu að hluta úr viðarkolum og viðarflís sem koma úr vottuðum kolefnishlutlausum nytjaskógum sem stuðla því ekki að aukningu á koltvísýringi í andrúmsloftinu þar sem koltvísýringurinn binst aftur í nýjum trjám.