Kísill

Kísill er hluti af daglegu lífi

Stakksberg framleiðir 99% hreinan kísil (Si) sem er nýttur til framleiðslu á mjög fjölbreyttum vörum sem við notum daglega. Snyrtivörur, tannkrem, eldhúsáhöld, hulstur og hlífar fyrir farsíma, sólarhlöð, allskyns raftæki og tölvutækni eru örfá dæmi. Kísill er notaður á nánast öllum sviðum mannlegrar starfsemi, frá líknarbelgjum í fjölskyldubílnum til límsins sem er notað til að festa sólarhlöður á gervihnetti og spaðana á vindmyllur sem nýttar til raforkuframleiðslu. Sólarhlöð sem virkja raforku úr geislum sólarinnar eru síðan gerðar úr ofurhreinum kísli.

Kísill er hluti af lausninni

Við framleiðslu á kísli er ekki hægt að komast hjá því að mynda gróðurhúsalofttegundina koltvísýring (CO2) og því er mikilvægt að framleiðendur leggi sig fram við lágmarka áhrifin. Losun koltvísýrings við kísilframleiðslu Stakksbergs er minni en hjá stærstum hluta kísilframleiðenda í heiminum. Ástæðan er annars vegar að öll raforka sem fyrirtækið notar við sína framleiðslu kemur frá hreinum íslenskum orkugjöfum sem ekki valda losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Hins vegar kemur kolefnið sem notað er í framleiðsluferlinu að hluta úr viðarkolum og viðarflís sem koma úr vottuðum kolefnishlutlausum nytjaskógum sem stuðla því ekki að aukningu á koltvísýringi í andrúmsloftinu þar sem koltvísýringurinn binst aftur í nýjum trjám. Kísilinn frá Stakksbergi verður því mun umhverfisvænni en stór hluti þess kísils sem nú er í boði á markaðnum.

Þegar horft er til lofslagsáhrifa af kísilframleiðslu er einnig mikilvægt að taka inn í myndina að framboð á kísli er lykilatriði þegar kemur að þróun á nýtingu hreinna orkugjafa og bættri orkunýtingu. Kísill er nauðsynlegur til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þar sem nánast allar sólarhlöður eru gerðar úr kísli og kísill sem íblöndunarefni í ál gegnir stóru hlutverki í að minnka orkunotkun í samgöngum. Þá er kísill einnig lykilefni þegar kemur að þróun tækni til að bæta orkunýtingu raftækja og framleiðslu á lími fyrir spaða á vindmyllum sem nýttar eru til raforkuframleiðslu.
Raforka er virkjuð úr geislum sólarinnar með sólarhlöðum sem eru að uppistöðu til úr sólarkísli sem framleiddur er með því að hreinsa enn frekar 99% hreinan kísil, eins og þann sem Stakksberg framleiðir. Það má gera ráð fyrir að allt að helmingur af allri kísilframleiðslu Stakksbergs verði nýttur til framleiðslu sólarkísils sem síðan verði notaður í sólarhlöð. Kísill er einnig mikilvægur við framleiðslu á vindmyllum sem nýttar eru til virkjunar vindorku þar sem hann er notaður í háþróað lím sem notað er til að festa gríðarstór vindmyllublöð við öxul vindtúrbína. Þá eru eiginleikar kísils lykilatriði í þróun tækni til að bæta orkunýtingu raftækja og stuðlar þannig að minni losun gróðurshúsalofttegunda.

Sé tekið er tillit til allra þátta; framleiðsluaðferða, orkugjafa, hráefnis og þess sem varan er notuð í, er ljóst að framleiðsla á kísli í verksmiðju Stakksbergs mun stuðla að auknu framboði á kísli sem er forsenda þess að hægt verði á auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í orkubúskap jarðarbúa.