Um Stakksberg

Stakksberg rekur verksmiðju í Helguvík sem framleiðir 99% hreinan kísil (Si) og er framleiðslugeta hennar 25 þúsund tonn á ári. Stakksberg vinnur að úrbótum á verksmiðjunni til að gera hana fullbúna til framleiðslu, en enginn rekstur hefur verið í henni frá því í september 2017 þegar Umhverfisstofnun stöðvaði hann. Vinna við nýtt mat á umhverfisáhrifum stendur nú yfir og var matsskýrslu skilað til Skipulagsstofnunar í maí 2021. Stakksberg er með starfsleyfi frá Umhverfisstofnun.
Í verksmiðju Stakksbergs í Helguvík er 32 MW ljósbogaofn. Umhverfismat, starfsleyfi og deiliskipulag fyrir verksmiðju Stakksbergs í Helguvík gera ráð fyrir að ofnum geti síðar fjölgað í fjóra, en að svo stöddu eru ekki uppi áform um slíkt.
Stjórnendur og eignarhald
Stakksberg ehf. er 100% í eigu Arion banka.
Stjórn Stakksbergs ehf.:
– Ólafur Hrafn Höskuldsson, formaður.
– Þórður Ólafur Þórðarson.
– Birna Hlín Káradóttir.
Framkvæmdastjóri Stakksbergs:
Kristleifur Andrésson er framkvæmdastjóri Stakksbergs.
Hafðu samband
Stakksberg leggur áherslu á að heyra frá íbúum í nærliggjandi byggðum og öðrum sem vilja deila athugasemdum, hugmyndum eða öðru sem tengist starfsemi fyrirtækisins. Öllu slíku má koma á framfæri með því að senda póst á netfangið stakksberg@stakksberg.com.