Umhverfismat

Um leið og Stakksbergs tók til starfa var tekin ákvörðun um að framkvæma nýtt umhverfismat á starfsemi kísilverksmiðjunnar.

Þegar Stakksbergs tók við kísilverksmiðjunni í Helguvík var tekin ákvörðun um að framkvæma nýtt umhverfismat á starfsemi kísilverksmiðjunnar.

Mat á umhverfisáhrifum

Vinna mats á umhverfishrifum fer fram í nokkrum áföngum og hefur almenningur aðkomu að þeim öllum. Á einfaldan máta má lýsa ferlinu með eftirfarandi hætti:

–  Matsáætlun: Þarf að hljóta samþykki Skipulagsstofnunar og er bindandi lýsing á því með hvaða hætti leggja skal mat á umhverfisáhrif og vinna frummatsskýrslu. Framkvæmdaraðili leggur fyrst fram drög að tillögu að matslýsingu og kallar eftir athugasemdum frá almenningi, stofnunum og öðrum. Næst vinnur framkvæmdaraðili tillögu að matsáætlun með hliðsjón af framkomnum athugasemdum og skilar til Skipulagsstofnunar sem birtir hana á vef sínum og óskar eftir frekari athugasemdum. Því næst birtir Skipulagsstofnun ákvörðun um matsáætlun sem er bindandi fyrir framkvæmdaraðila.

–  Frummatsskýrsla: Mat framkvæmdaraðila á umhverfisáhrifum er sett fram í frummatsskýrslu og birt á vef Skipulagsstofnunar. Umsagnaraðilar, leyfisveitendur og stofnanir, fá skýrsluna til umsagnar og almenningi og öðrum gefst færi á að koma að athugasemdum.

–  Matsskýrsla: Framkvæmdaraðili leggur matsskýrslu fram til Skipulagsstofnunar þegar hann hefur unnið úr athugasemdum við frummatsskýrslu og gert grein fyrir afstöðu sinni til þeirra.

–  Álit Skipulagstofnunar: Skipulagsstofnun vinnur álit um mat á umhverfisáhrifum og kynnir framkvæmdaraðila, almenningi og leyfisveitendum.

Staða á vinnu við mat á umhverfisáhrifum

–  Matsáætlun: Vinna við nýtt umhverfismat hófst þann 25. júní 2018 þegar Stakksberg auglýsti drög að tillögu að matsáætlun vegna nýs umhverfismats sem inniheldur áætlun um úrbætur á verksmiðjunni. Tillaga að matsáætlun var birt þann 20. nóvember 2018 og var haldinn íbúfundur til að kynna málið þann 21. nóvember. Skipulagsstofnun auglýsti málið og kallaði eftir athugasemdum og lauk athugasemdafresti þann 15. desember 2018. Skipulagsstofnun gaf út ákvörðun um matsáætlun þann 12. apríl 2019.

–  Frummatsskýrsla: Frummatsskýrslu var skilað til Skipulagsstofnunar í maí 2020 og var hún í framhaldi kynnt fyrir almenningi og hagsmunaaðilum.

–  Matsskýrsla: Eftir kynningu á frummatsskýrslu fór Stakksberg yfir innsendar athugasemdir og brást við þeim. Í framhaldi var lokið við gerð matsskýrslu og hún send til Skipulagsstofnunar í maí 2021.

–  Álit Skipulagsstofnunar:  Skipulagsstofnun er nú með matsskýrslu til umfjöllunar og þess beðið að hún veiti álit sitt á henni.

Upplýsingar um stöðu málsins á vef Skipulagsstofnunar:
–        
Endurbætur á kísilverksmiðju í Helguvík, Reykjanesbæ