Úrbótaáætlun

Úrbótaáætlun Stakksbergs miðar að því að gera kísilverksmiðjuna í Helguvík fullbúna til kísilframleiðslu þannig að hún uppfylli öll skilyrði og starfrækja hana með jákvæðum áhrifum á samfélagið.

Framkvæmdar verða margþættar úrbætur á byggingum, búnaði, aðstöðu og lóð verksmiðjunnar auk þess sem innleitt verður umhverfisstjórnunarkerfi. Öll þjálfun starfsfólks verður stórbætt sem og aðbúnaður starfsmanna og mannvist í verksmiðjunni. Þessar aðgerðir leiða til aukins stöðugleika í rekstri og lágmarkar þau tilfelli þar sem lykt getur borist frá verksmiðjunni. Að auki verður komið upp skorsteini sem hefur það hlutverk að draga úr lykt sem getur borist frá verksmiðjunni til nærliggjandi byggðar.